Ragnar Birkir Bjarkarson
Skapsmunir - M.Ed verkefni júní 2025
Verkefnið „Skapsmunir" er hluti af meistaragráðu í kennslufræði sjónlista við Háskóla Íslands. Leiðarljós þess eru tilfinningalæsi, styrkleikar og velferð barna. Líta má á verkefnið sem framhald af B.Ed. verkefni mínu „Sterkari til framtíðar" (2023) þar sem lögð voru fyrir nemendur skapandi verkefni með aukinni áherslu á fræðslu um tilfinningar og félagslega hæfni.
Tilefni verkefnisins er sú þörf sem ég hef upplifað sem umsjónarkennari á yngsta stigi fyrir aðgengilegum verkefnabanka í myndlist, félags- og tilfinningafærni og sköpun. Í undirbúningi kennslu hefur mér oft fundist skorta tíma og úrræði til að samþætta listgreinar og önnur fög. Með þessari síðu vil ég greiða götu annarra kennara og hvetja til opnari og skapandi kennsluhátta.
Vefsíðan er jafnframt mitt hugarfóstur og er hugsuð sem lifandi vettvangur í stöðugri þróun. Hún inniheldur fjölbreytt verkefni, hugmyndir og stuðningsefni sem auðvelt er að nálgast og nýta í kennslu. Síðan er sérstaklega ætluð kennurum sem vilja vinna með sköpun og tilfinningalæsi í skólastarfi og heldur áfram að þróast í takt við þarfir og nýjar hugmyndir.
Hafa ber í huga að enn verið að þróa útlit og uppsetningu síðunnar sem mun taka breytingum í takt við framvindu verkefnisins.